Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Nýr verkefnastjóri þjónustu

Verkefnastjóri þjónustu er tekinn til starfa hjá Starfmannafélagi Hafnarfjarðar

Við bjóðum Skarphéðinn Kristjánsson velkominn til starfa hjá STH en hann hefur tekið við starfinu verkefnastjóri þjónustu sem er nýtt starf á skrifstofu félagsins.

Skarphéðinn þekkir vel til þjónustu við félagsmenn stéttarfélaga en hann starfaði áður hjá Styrktar- og sjúkrasjóði BSRB. Fjölbreytt upplýsingagjöf og þjónusta við félagsmenn STH verður hans megin verkefni. Framundan er uppbygging og þróun á stafrænni þjónustu og kerfum félagsins s.s. félagakerfi, félagsskrár, rafrænum umsóknarferlum, skjalavistun og orlofskerfi. Utanumhald vegna sjóða og viðhaldsverkefna orlofsshúsa og orlofsmál verður jafnframt eitt af stærri verkefnum Skarphéðins. Við hlökkum til samstarfsins við Skarphéðin og tökum vel á móti honum.

Deila frétt