Fréttir af kjarasamningum og fleira

Image

Fréttir af kjarasamningum

Kjarasamningar stéttarfélaga bæjarstarfsmanna eru lausir og eru viðræður stéttarfélaga bæjarstarfsmanna við Samband íslenskra sveitarfélaga sem gerir kjarasamning í umboði sveitarfélaganna hafnar. Haldnir hafa verið fundir í húsnæði ríkissáttasemjara. Stéttarfélög bæjarstarfsmanna innan BSRB ganga til þessarar vinnu sameiginlega. Hafa félögin falið BSRB að fara fyrir viðræðum aðildarfélaganna í sam¬eigin¬leg¬um mál¬um við stóru opinberu launagreiðendurna ríki, sveitarfélög og Reykjavíkurborg vegna endurskoðunar á styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og vaktavinnu og kröfunnar um jöfnun launa á milli markaða. Gangur þessa samtals hefur áhrif á framvindu kjaraviðræðna í heild sinni og ekki er hægt að segja til um framvindu eða lok viðræðna.

Viðræður STH fyrir félagsmenn sína sem starfa hjá HS Veitum hf. eru í undirbúningi og fara þær viðræður fram í samstarfi bæjarstarfsmannafélaganna í Hafnarfirði, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Það er ljóst að báðar þessar kjarasamningsviðræður munu að stórum hluta mótast af því stóra sameiginlega markmiði samningsaðila sem er að ná niður vöxtum og verðbólgu.


Sumar 2024

Sumarúthlutun

Við minnum á sumarúthlutunina en henni lýkur föstudaginn 19. apríl. Í byrjun næstu viku er úthlutað eftir punktastöðu. Félagsmenn sem fá úthlutuðu húsi fá svo 2 vikur til að greiða fyrir dvölina á orlofsvefnum. Ógreiddum orlofshúsum er úthlutað í “fyrstur kemur fyrstur fær” í byrjun maí.


Dýrahald í Arnarborg

Við viljum vekja athygli á því að á stjórnarfundi nýverið var ákveðið að leyfa dýrahald í Arnarborg í Stykkishólmi. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að margir félagsmenn lýstu yfir áhuga á því að eitt orlofshús félagsins leyfði dýrahald.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um