Fyrstur kemur fyrstur fær – Orlofshús og ávísanir

Image

Kæru félagar í STH, í næstu viku nánar til tiltekið miðvikudaginn 25. janúar kl. 10 verður á orlofsvef félagsins opnað fyrir útleigu orlofshúsa STH fram að sumar úthlutnunartímabili.

Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær en hefðbundin punktaeign mun hins vegar sem fyrr ráða sumarúthlutun sem auglýst  verður tímanlega með vorinu.

Mikil eftirspurn er eftir flugávísun og reynum við á skrifstofu félagsins að verða við þeim áhuga og setjum inn á orlofsvefinn nýjar ávísanir eins fljótt og auðið er.  Varðandi hótelávísanir, þá er unnið að því að finna lausn á þeim valmöguleika utan sumarorlofstímabils.

Við minnum á miðvikudaginn 25. janúar  kl. 10, Orlofsvefur STH: Fyrstur kemur  fyrstur  fær.

Með STH kveðju,

Skrifstofan

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um