Könnun Vörðu og orlofsúthlutanir

Image

Kæru félagsmenn

Nú þurfum við á þinni hjálp að halda. Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins er að gera könnun sem snýr að fjárhagsstöðu félaga, andlega og líkamlega líðan, kulnun og brot á vinnumarkaði. Þetta er í þriðja sinn sem könnunin er lögð fram en fyrri kannanir hafa gefið mikilvægar upplýsingar um stöðu félagsfólks innan BSRB. Nú sem endranær er rík áhersla lögð á að kortleggja fjárhagslega stöðu og er markmið Vörðu að greina hana meðal annars eftir stöðu fólks á húsnæðismarkaði. Þar verður greind staða leigjenda og þeirra sem eru í eigin húsnæði. Einnig verður kannað hvort að fjárhagsstaða launafólks sé mismunandi eftir því hvernig húsnæðislán félagsfólk er með.

Hér er hlekkur á könnunina: https://www.research.net/r/launafolk2023

Könnunin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.


Þrír þáttakendur vinna 40.000 kr gjafakort fyrir þáttökuna 😊

Einnig viljum við minna á að hægt er að sækja um orlofshús hér vegna úthlutanna út vorið, fyrstur kemur fyrstur fær: https://innskraning.island.is/?id=orlof.bsrb.is

Í næsta mánuði munum við svo auglýsa sérstaklega opnun á umsóknum fyrir orlofstímabilið í sumar.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um