Spánn La Zenia

STH og FOSS eiga  saman mjög fallegt heilsárshús á Spáni. Húsið er á 3 hæðum, svokallað fjarkahús, raðhús með fjórum íbúðum.  Á fyrstu hæð er eldhús, stofa, svefnherbergi. Á annarri hæð eru 2 herbergi og stórt baðherbergi með þvottavél. Á þriðju hæð eru stórar svalir með sólbekkjum og útsýni yfir allt hverfið. Húsið er útbúið fyrir sex manns í gistingu og viljum við ítreka að gefnu tilefni að félagsmenn virði það. Rúmfatnaður og lín fylgir húsinu en strandhandklæði verður að hafa með sér. Húsinu er úthlutað til félagsmanna  um páska og sumar og er sótt um í gegnum heimasíðuna  á innri  orlofsvefnum undir umsóknir.Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu STH  til að athuga með leigu á húsinu að vori og vetri. Lyklar eru afhentir á skrifstofu STH. 

Hverfið heitir La Zenia og er rétt hjá La Zenia ströndinni sem er mjög falleg strönd.
Mjög stutt er í borgina Torrevieja.Markaðir eru haldinr út um allt en á miðvikudögum og föstudögum eru markaðir í Torreveja. Einnig eru kvöldmarkaðir þar öll kvöld við strandgötuna ásamt litlu tivolíi.

Í september 2012 var opnuð í göngufæri frá húsinu okkar  stærsta verslunarmiðstöð á Alicantesvæðinu sem heitir Zenia Boulevard Shopping Centre. Verslunarmiðstöðin er 161.000 fermetrar að stærð með um 150 verslunum. Heimasíða verslunarmiðstöðvarinnar er www.zeniaboulevard.es/inico

Á heimasíðunni www.costablanca.es er hægt að skoða nánari upplýsingar um Costa Blanca svæðið. Heimasíða hverfisins okkar er www.villassanjose.com/

[rev_slider alias=“span“]

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um