Sumarhús og veiðikortin

Image

Kæru félagsmenn. Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um orlofshús eða orlof að eigin vali í sumar. Við lengdum frestinn fram yfir helgi (út mánudaginn 17. apríl).

Einnig viljum við láta ykkur vita að Veiðikortin eru nú komin í sölu á orlofsvefnum. Þau lækka í verði milli ára og eru nú til sölu á 5.000 kr.

Ekki verður lengur hægt að kaupa Veiðikortin á skrifstofu Starfsmannafélagsins. Best er að kaupa Veiðikort tímanlega og félagsmaðurinn fær það sent í bréfpósti á heimilisfang viðkomandi. Þegar búið er að panta má einnig hafa beint samband við veidikortid@veidikortid.is og fá hlekk til að skrá Veiðikortið í símveskið. Þá er mikilvægt að fram komi kennitala, fullt nafn og netfang þess sem ætlar að nota kortið.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um