Sumarúthlutun 2024

Sumar 2024

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl.

Til að komast inn á orlofsvefinn þarf Íslykil eða rafræn skilríki.
Á forsíðu orlofsvefsins er sótt um þar sem stendur Umsóknir á miðri síðunni.

Sumarhúsin sem eru í boði eru:

  • Siggubær í Reykjaskógi
  • Amalíuborg í Stykkishólmi
  • Sumarhús nr. 15 á Eiðum (frá 12. Júlí vegna framkvæmda)
  • Eyrarhlíð 38 í Munaðarnesi Eyrarhlíð 38

Unnið er að því að leggja heitt vatn á Eiðasvæðinu. Vonir standa til að framkvæmdum ljúki um mánaðarmótin júní-júlí. Komið verður fyrir heitum pottum í öllum sumarhúsum á orlofssvæðinu. Hús STH á að vera tilbúið þegar útleiga hefst 12. júlí. 

Einnig er hægt að sækja um “Orlof að eigin vali” en styrkurinn er allt að 60.000 kr. Skila þarf inn kvittun eigi síðar en 30. nóvember 2024.

Ath að styrkurinn kemur fram sem laun og þarf að greiða staðgreiðslu af honum á næsta álagningarári. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér það nánar hér: Orlofsvefur

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um