Málþing BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyris og almannatrygginga verður haldið á Grand hótel Reykjavík
þann 19. janúar nk. frá kl.13.00-16.00.
Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun kynnir niðurstöður skýrslu sem hann vann að beiðni BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, flytur erindi um víxlverkun lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga.
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynnir sýn stjórnvalda á verkefnin sem framundan eru í lífeyrismálum.