Spánn - La Zenia
STH og FOSS eiga saman mjög fallegt heilsárshús á Spáni. Húsið er á 3 hæðum, svokallað fjarkahús, raðhús með fjórum íbúðum. Á fyrstu hæð er eldhús, stofa, svefnherbergi. Á annarri hæð eru 2 herbergi og stórt baðherbergi með þvottavél. Á þriðju hæð eru stórar svalir með sólbekkjum og útsýni yfir allt hverfið. Húsið er útbúið fyrir sex manns í gistingu og viljum við ítreka að gefnu tilefni að félagsmenn virði það.
Rúmfatnaður og lín fylgir húsinu en strandhandklæði verður að hafa með sér.
Lyklar eru afhentir á skrifstofu STH.
Hverfið heitir La Zenia og er rétt hjá La Zenia ströndinni sem er mjög falleg strönd.
Mjög stutt er í borgina Torrevieja.Markaðir eru haldnir út um allt en á miðvikudögum og föstudögum eru markaðir í Torreveja. Einnig eru kvöldmarkaðir þar öll kvöld við strandgötuna ásamt litlu tivolíi.
Í göngufæri frá húsinu okkar er stærsta verslunarmiðstöð á Alicantesvæðinu sem heitir Zenia Boulevard Shopping Centre. Verslunarmiðstöðin er 161.000 fermetrar að stærð með um 150 verslunum. Heimasíða verslunarmiðstöðvarinnar er www.zeniaboulevard.es/inico
Á heimasíðunni www.costablanca.es er hægt að skoða nánari upplýsingar um Costa Blanca svæðið. Heimasíða hverfisins okkar er www.villassanjose.com/