Ályktun félagsfundar

Fjölmennur félagsfundur  var haldinn í Guttó. Birtum hér ályktun fundarins. Ályktunin hefur verið send á bæjarráð og fjölmiðla.

Ályktun félagsfundar STH – Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

Félagsfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar haldinn í Gúttó mánudaginn 8. október 2012, mótmælir aðferðafræði bæjarráðs við launaleiðréttingar eftir hrun sem mismunar félagsmönnum STH og leiðréttir ekki skert kjör allra félagsmanna. Félagsfundur kallar eftir sanngjarnri leiðrréttingu á kjaraskerðingum í kjölfar hrunsins. Fundurinn fagnar því að bæjarráð hafi hafið leiðréttingu launa og styður fundurinn jafnfrétti kynja til launa en harmar að aðferðfræði launalækkunar sé beitt í þessu skyni. Fundurinn mótmælir því hins vegar að aðeins níu félagsmenn STH hafi með bókun bæjarráðs fengið leiðréttingu á skertum kjörum. Eftir sitja félagsmenn í skertu starfshlutfalli, með skerðingu á fastri yfirvinnu og skertar greiðslur vegna notkunar eigin bifreiðar í vinnutíma sem allt var hluti af launasamsetningu þessa hóps löngu fyrir meint góðæri.

Við minnum á að kjaraskerðingar vöfðust ekki fyrir bæjaryfirvöldum. Það sama ætti því að gilda um leiðréttingu launa. Félagsmenn STH unnu með bæjaryfirvöldum í kjölfar hrunsins og létu þessar kjaraskerðingar yfir sig ganga í trausti þess að leiðrétt yrði á sanngjarnan hátt.
Félagsfundur STH telur að þessi aðferðafræði bæjarráðs við launaleiðréttingar bæði mismuni félagsmönnum STH innbyrðis og mismuni STH umfram önnur stéttarfélög. Það kemur til vegna meingallaðrar launasamsetningar og launatöflu sem ekki hefur fengist leiðrétt. Sinnuleysi bæjarráðs gagnvart þeim félagsmönnum STH sem skertir voru í launum og sitja nú eftir, styrkja þær raddir að Hafnarfjarðarbær sé eftirbáttur annarra sveitarfélaga þegar kemur að launasetningu almennra starfsmanna og virðingu fyrir mannauðnum. Nýleg launakönnun BSRB vísar í sömu átt og staðfestir að heildarlaun STH félaga eru undir meðaltali í samanburði við önnur BSRB félög. Snautleg aðferðafræði bæjarráðs við launaleiðréttingar vekur félagsmenn STH enn frekar til umhugsunar um það hvort Hafnarfjarðabær sé í reynd góður og sanngjarn vinnustaður.
Það stóð ekki á bæjarfulltrúum Hafnarfjarðar að samþykkja launaleiðréttingar á eigin launum í desember 2011 afturvirkt til 1. júní 2011. Nú hefur bæjarráð ákveðið leiðréttingu fyrir fámennan hóp í efra lagi meðan aðrir sitja eftir. Fundurinn mótmælir slíku óréttlæti og krefst þess að bæjarráð leiðrétti kjör þeirra sem eftir sitja. Það er ósk félagsfundar STH að kjörnir fulltrúar í bæjarráði meirihluti og minnihluti mæti til fundar með félagsmönnum STH og skýri ákvörðunartöku sína á félagsfundi sem boðaður er að kröfu fundarins, fimmtudaginn 25. október kl. 15:00 í Skútunni við Hólshraun en þangað munu félagar STH mæta.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um