Benedikt: „Munurinn á lífeyrisgreiðslum minni en munurinn á lífeyrisréttindum gefur til kynna“

„Almennt eru greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum til ellilífeyris talsvert lægri en úr þeim opinberu. Hins vegar jafnast bilið mjög þegar tekið er tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær stuðla að því að allir ná ákveðu lágmarki ráðstöfunartekna. Greiðslurnar frá TR eru skertar eftir því sem meira er greitt úr lífeyrissjóðum. Skattgreiðslur minnka einnig muninn því að þeir sem meiri tekjur fá eru jafnframt meiri tekjustofn fyrir ríkið,“ er meðal þess sem stendur í skýrslu Benedikts Jóhannessonar sem hann vann fyrir BSRB, KÍ og BHM og kynnt var á málþinginu „Samspil lífeyris og almannatrygginga – þín framtíð“ fyrr í dag.
Benedikt tekur dæmi af opinberum starfsmanni sem er með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þegar hann kemst á lífeyri fær hann 216.600 kr. úr lífeyrissjóð. Hann fær 28.794 kr frá TR og þegar búið að greiða skatta sitja eftir 196.999 kr. Maður með sömu laun á almennum markaði fær 167.600 kr. úr sínum lífeyrissjóði og 57.171 kr. frá TR. Eftir skatta sitja eftir 184.656 kr. Það er 6,3% minna en opinberi starfsmaðurinn fær en þessi munur hefur gjarnan verið sagður rúmlega 20%.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um