BSRB, KÍ og BHM vara við tilfærslu á málefnum atvinnuleitenda

Stjórnvöld undirbúa nú tilraunaverkefni sem felur í sér að stéttarfélög taka að sér hluta af þjónustu atvinnuleitenda. BSRB, KÍ og BHM vara eindregið við því að þessi leið verði farin og óttast að fyrirkomulagið verði til að skerða bolmagn Vinnumálastofnunar til að sinna starfi sínu.

„Við teljum að þarna verði mismunun á milli stéttarfélaga um þjónustu við atvinnuleitendur.Við viljum að þjónusta við atvinnuleitendur sé hluti af velferðarkerfinu og það sé haldið utan um það á einum og sama stað, einu og sama borði,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um