Elín Björg endurkjörin formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir var rétt í þessu endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára. Kosningin fór fram á þingi bandalagsins sem nú stendur yfir í Reykjavík.
Elín Björg hefur verið formaður BSRB frá því árið 2009 og hlaut hún endurkjör í dag með nokkrum yfirburðum. Elín Björg fékk 212 atkvæði á meðan mótframbjóðandi hennar, Jónas Engilbertsson, hlaut 12 atkvæði. Auðir seðlar voru 3. Alls voru 243 á kjörskrá og af þeim greiddu 227 atkvæði.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um