Forystufræðsla BSRB

BSRB og Fræðslusetrið Starfsmennt hafa hannað 170 stunda heildstæða námsleið um forystufræðslu fyrir starfsfólk, stjórnendur og stjórnarmenn stéttarfélaga innan BSRB. Markmið námsins er að efla þekkingu og fagmennsku þátttakenda um leið og lýðræðisleg virkni, upplýsingamiðlun og liðsheild samtakanna er efld.

Ætlunin er að styrkja almenna starfs- og stjórnendahæfni til að geta mætt fjölbreyttum verkefnum og nýjum áherslum í þjónustu við félagsmenn. Dagana 25.-26. janúar verður haldið námskeið í BSRB húsinu þar sem fjallað verður um Liðsheild, erfið samskipti og streitu.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um