Hagfræðingur BSRB: Kaupmáttur barnabóta rýrnað um 30% á þremur árum

Kaupmáttur barnabóta hefur rýrnað um 30 prósent síðastliðin þrjú ár hjá hjónum sem eru á lágmarkslaunum og eiga tvö börn samkvæmt útreikningum Hilmars Ögmundssonar, hagfræðings BSRB. Hann fjallaði um málið í hádegisfréttum Rúv í dag og þá birtir vefmiðilinn Eyjan ítarlega útekt á málinu.
Hilmar furðar sig á áhugaleysi stjórnmálamanna á málaflokknum en barnabætur hafa verið óbreyttar frá ársbyrjun 2009 sem og frítekjumark barnabóta. Verðlag hefur hins vegar hækkað á tímabilinu og því verða langflestir fyrir því að bætur þeirra skerðast.

„Þetta þýðir að síðan 2008 hafa barnabætur hjá til dæmis hjónum með tvö börn rýrnað um 60.000 krónur eða um það bil 30 prósent. Mér finnst mjög furðulegt að enginn stjórnamálamaður virðist vera að berjast fyrir þessum mikilvæga málaflokki. Það er eins og enginn vilji vita að barnabótakerfið sé svona hægt og rólega að fjara út,“ er meðal þess sem Hilmar segir í samtali við Fréttastofu Rúv. Fréttina má sjá í heild sinni hér.

Vefmiðillinn Eyjan.is birtir einnig ítarlega fréttaskýringu um málið á vef sínum í dag en sjá má þá umfjöllun hér

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um