Laun opinberra starfsmanna dragast aftur úr í launaskriðinu

Umsamin launakjör í kjarasamningum opinberra starfsmanna árið 2011 voru sambærileg og í kjara­samningum á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta hafa laun starfsmanna á almennum vinnu­markaði hækkað að meðaltali umfram laun opinberra starfsmanna. Það bendir til þess að umsvif á almennum vinnumarkaði séu að aukast, þar sem þessar launahækkanir eru langt umfram kjara­samnings­bundnar hækkanir. 

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands hækkuðu regluleg laun að meðaltali um 1,6% á fjórða árs­fjórðungi 2011 miðað við fjórða ársfjórðung 2010. Hækkun launa 2011 á fjórða ársfjórðung frá fyrra ári var um 8,7% að meðaltali, hækkunin var 9,4% á almennum vinnumarkaði og 7,2% hjá opinberum starfs­mönnum. Hækkun launa hjá starfsmönnum á almennum vinnumarkaði nema því að meðaltali 2,2% umfram launahækkanir opinberra starfsmanna ef miðað er við hækkun á fjórða ársfjórðung 2011 frá fyrra ári. 

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um