Ólga meðal starfsmanna Vinnumálastofnunar

Á félagsfundi SFR stéttarfélags sem haldinn var í gær að frumkvæði starfsmanna Vinnumálastofnunar kom fram mikil óánægja meðal fundarmanna vegna fyrirhugaðs tilraunaverkefnis sem felur í sér að hluti starfsemi stofnunar muni færist yfir á skrifstofur stéttarfélaga. Starfsmenn hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd og segja m.a. í ályktun sem fundurinn sendi frá sér með öllu óskiljanlegt hvernig hægt er að setja aukafjármuni upp á 300 milljónir í slíkt tilraunaverkefni í stað þess að efla starf stofnunarinnar og starfsfólk hennar.
Á fundinum voru einnig rædd launamál starfsmanna, en þeir mótmæla harðlega þeirri launastefnu sem rekin er og segja m.a. að samanburður við aðrar ríkisstofnanir sýni að launasetning starfsmanna Vinnumálastofnunar víki verulega frá því sem aðrir starfsmenn ríkisins búa við. Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa búið við langvarandi og óeðlilegt vinnuálag en starfsmenn hafa í  allmörg ár krafist launaleiðréttingar án sýnilegs árangurs.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um