Ríki og sveitarfélög verða að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar

„Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa ítrekað bent á stöðu opinberu lífeyrissjóðanna og reynt að fá bæði ríki og sveitarfélög til að bregðast við án árangurs. Það verður að horfast í augu við vandann og leysa hann í sameiningu. Frá árinu 2006 hefur gengið erfiðlega að fá hið opinbera til að setja upp greiðsluáætlun. Lengi hefur verið vitað um stöðuna án þess að brugðist hafi verið við því með þeim hætti sem við höfum lagt til, að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um nýja skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðanna. Þar kemur fram að efla þurfi sjóðasöfnun og bæta áfallna stöðu sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um