Skattmat 2012 – Varðandi líkamsræktarstyrki

Styrktarsjóður BSRB vill benda á að í skattmati 2012, orðsendingu Ríkisskattstjóra nr. 2/2012, kemur fram:
2.9 Íþróttaiðkun

Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda , eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkunn að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 40.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður leggi fram fullgilda og óvefengjanlega reikninga fyrir greiðslu á viðkomandi kostnaði. Með kostnaði við íþróttaiðkun er átt við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum og skíðasvæðum, greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbba sem og hreyfingar sem stunduð er með reglubundnum hætti.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um