Útilegukortið 2012 er komið í sölu

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar  býður félagsmönnum sínum að kaupa Útilegukortið 2012 á  kr. 9000. Fullt verð á útilegukortinu er kr. 14.900. Kortið gefur félagsmönnum STH  kost á að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land allt. Útilegukortið  veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Þetta gildir eins lengi og tjaldsvæðin eru opin og engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði, en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.
Allar nánari upplýsingar um kortið og tjaldsvæðin má finna á www.utilegukortid.is

Ath! gistináttaskattur (100 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Útilegukortið er selt á skrifstofu STH sem er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13-17.

Heimasíða Útilegukortsins er  www.utilegukortid.is

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um