STH hefur gert samning við BED & Breakfast Hótelið á Keflavíkurflugvelli um gistimiða fyrir félagsmenn sína. B&B Hótel er 127 herbergja 3ja stjörnu hótel á Keflavíkurflugvelli.
Um er að ræða 1.manns til 3ja manna herbergi fyrir félagsmenn STH. Sjá verð á innri orlofsvefnum.
Bílastæði fyrir framan hótelið er gestum að kostnaðarlausu. Þráðlaust net er í boði um allt hótelið, gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverður, flugvallarskutla fyrir einstaklingsbókanir, VSK og gistimáttaskattur er innifalið í gistimiðanum.