Styrktarsjóður BSRB er styrktarsjóður félagsmanna Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Sjóðurinn styrkir fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum.
Heimasíða sjóðsins er http://styrktarsjodur.bsrb.is/forsida/. Þar er hægt að nálgast úthlutunarreglur og umsóknareyðublað.
Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr Styrktarsjóði BSRB eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslur.
Skila þarf inn frumriti reiknings þar sem fram kemur nafn og kennitala umsækjanda, dagsetningar og upphæðir.
Á reikningnum þarf að vera stimpill eða merki þess viðurkennda meðferðaraðila eða fyrirtækis sem gefur reikninginn út og mega kvittanir eða aðgerðardagsetningar aldrei vera eldri en árs gamlar þegar sótt er um hjá sjóðnum. Með umsóknum skulu fylgja öll gögn sem sjóðstjórn telur nauðsynleg hverju sinni.
Umsókn skal skilað inn fyrir 15. hvers mánaðar en að jafnaði er greitt út síðasta dag hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir.
Nánari upplýsingar um styrki til atvinnulausra félaga, félaga í fæðingarorlofi eða launalausu leyfi og reglur varðandi skipti milli sjóða má finna í úthlutunarreglum hér að neðan.
Skrifstofa Styrktarsjóðs BSRB er staðsett í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89, 1. hæð. Sími: 5258380
Starfsendurhæfingarráðgjöf
Innan BSRB starfa þrír ráðgjafar á vegum Virk, starfsendurhæfingarsjóðs. Ráðgjafarnir hafa það hlutverk að aðstoða fólk við að finna leiðir og lausnir vegna endurkomu til vinnu.
Starfsendurhæfingarsjóður Virk
Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun með aðild allra helstu samtaka stéttarfélaga og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. Sjá frekari upplýsingar á: www.virk.is