Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Sveitarfélag ársins 2023

Sveitarfélag ársins 2023

Niðurstaðan úr könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 liggur fyrir, fjögur sveitarfélög voru útnefnd Sveitarfélög ársins. Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 stéttarfélaga bæjarstarfsmanna hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Þetta er annað árið í röð sem slík könnun er gerð og þeim sveitarfélögum veitt viðurkenning sem skara fram úr. Borið saman við niðurstöður könnunarinnar í fyrra fengu launakjörin lakari einkunn í ár en aukin ánægja var með sveigjanleika vinnu og jafnrétti.

Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki. Reiknuð var heildareinkunn út frá níu þáttum sem spurt var um í könnuninni en það voru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd vinnustaðar, ánægja og stolt og jafnrétti.

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur hnepptu fyrsta sætið annað árið í röð. Sveitarfélagið Bláskógabyggð var í öðru sæti og var þetta annað árið í röð sem þau hljóta nafnbótina. Sveitarfélagið Vogar var í þriðja sæti og Skagaströnd í því fjórða.

Niðurstöður könnunarinnar hafa verið teknar saman og gefnar út í skýrslu sem er aðgengileg á heimasíðu verkefnisins https://www.sveitarfelagarsins.is/2023

Deila frétt