Viðræðum við sveitarfélögin í hnút, viðræðum slitið og deilan til ríkissáttasemjara

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga sem starfa innan BSRB hafa slitið kjaraviðræðum við Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstarfsmannafélögin í kraganum þ.e. Starfsmannafélag, Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Suðurnesja eru aðilar að þessum viðræðum. Ekkert hefur miðað í viðræðum um launalið nýs kjarasamings síðustu þrjá sólarhringa og þar greinir aðila einkum á.

Fyrir liggur að nýgert SALEK samkomulag og leiðrétting á starfsmati er að trufla viðræðurnar. Sveitarfélögin hafa blandað löngu tímabærum og afturvirkum leiðréttingum á starfsmati inn í yfirstandandi kjarasamningagerð og vilja þannig draga úr launahækkunum á samningstímanum til að mæta kostnaði við starfsmatsleiðréttinguna. Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna hefur teygt sig eins eins langt og mögulegt er til að mæta sveitarfélögunum, t.d. með tilboði um dreifingu launahækkana á samningstímanum. Lengra verður ekki komist við samningaborðið án verkstjórnar og því hefur deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara.

 

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Close Menu