Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Mannauðssjóður Samflots

Í aprílmánuði 2010 var undirritað samkomulag milli Launanefndar sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga um stofnun Mannauðssjóðs Samflots. Samkomulagið byggir á bókun 3 í kjarasamningi aðila frá 29. nóvember 2008.

Mannauðssjóði Samflots bæjarstarfsmannafélaga er ætlað að styrkja sveitarfélög í símenntunarmálum starfsmanna sinna eða eins og segir í 3. grein m.a;
„Markmið sjóðsins er að stofna og reka sameiginlegan starfsmenntunarsjóð á grundvelli kjarasamnings Samflots bæjarstarfsmannafélaga og Launanefndar sveitarfélaga, sbr. bókun 3 í kjarasamningi aðila frá 1. des. 2008“, og í 4. grein segir:

„Sjóðurinn sinnir markmiðum sínum á sviði símenntunar og mannauðs með því að veita styrki til;

a) sveitarfélaga, stofnana og launagreiðenda sem greiða í sjóðinn,
b) aðildarfélaga Samflots og eftir atvikum annarra bæjarstarfsmannafélaga,
c) verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að.

Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda“

Mannauðssjóðurinn á sér ákveðna samsvörun við starfsmenntunarsjóði hliðstæðra félaga, þ.e. Mannauðssjóð KJALAR og Sveitamennt aðildarfélaga SGS. Í þessa sjóði geta vinnuveitendur sótt styrki vegna kostnaðar við símenntun starfsmanna og atriðum þeim tengdum.

Má þar nefna að öll námskeið eru frí hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt. www.smennt.is fyrir félagsmenn Mannauðssjóðs Samflots.

Nokkur orð um samstarf Mannauðssjóðs Samflots og Starfsmenntar:

Starfsmennt fyrir alla:
Gengið hefur verið frá samstarfi við fræðslusetrið Starfsmennt um aðild starfsmanna sveitarfélaga í bæjarstarfsmannafélögum innan Samflots. Félagsmenn í Samflotsfélögunum geta núna farið beint inn á Starfsmennt og sótt um námskeið eins og ríkisstarfsmenn.
Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur ríkisins (og nú bæja) og stéttarfélaga innan BSRB um símenntun og starfsþróun. Setrið býður upp á fjölbreytt úrval starfstengdra námsleiða þar sem fræðsluþarfir starfsmanna ríma við starfsmarkmið stofnana. Námskeiðin eru haldin um allt land í samstarfi við vinnustaði og fræðsluaðila í krafti öflugs vefkerfis og faglegs samstarfsnets. Öll þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin og aðlöguð að þörfum stofnana eða starfshópa og án endurgjalds fyrir félagsmenn BSRB, sem hluti af samningsbundnum réttindum þeirra til starfsþróunar.

Sjá frétt um Mannauðssjóð Samflots í fréttabréfi frá kjarasviði SÍS hér að neðan: