Kæru félagsmenn STH, já það eru fordæmalausir tímar og fjölmennar baráttusamkomur í tilefni 1. maí ekki í boði. Þið hafið öll staðið ykkur eins og hetjur í þessum heimsfaraldri og aðlagað störf ykkar að breyttu vinnuskipulagi og aðstæðum. Í dag fögnum við tímamótum með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk.

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

STH er stéttarfélag sem fer með kjarasamningsrétt og réttindavörslu sinna félagsmanna. Réttindi félagsmanna snerta fjölmörg atriði sem snúa að upphafi starfs, starfsævinni og starfslokum. Félagið er eitt af aðildarfélögum BSRB sem eru stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna. STH vinnur í samstarfi við bæjarstarfsmannafélögin í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Suðurnesjum og Suðurlandi að eftirfylgni og gerð kjarasamninga.

Nýjar Fréttir