Starfsmenntasjóður

Starfs- og endurmenntun er nauðsynleg í nútíma samfélagi.

Í stað þess að læra fyrir lífið má segja að nú gildi einnig að læra allt lífið.  STH hefur ávallt haft endur- og símenntun í hávegum.
Aukin menntun gefur aukna starfshæfni sem gefur aukna starfsánægju.  Sjóðurinn er tvískiptur þ.e. almennt framlag fyrir alla félagsmenn og vísindasjóður sem ætlaður er háskólahópum innan félagsins.

Starfsmenntasjóður

Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

1.1 Einungis félagsmenn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar sem greitt hefur verið af til
sjóðsins í 12 mánuði samfellt eiga rétt á að sækja um styrki úr Starfsmenntasjóðnum. Við
ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðastliðna 12 mánuði. Hálfur
styrkur er veittur þeim sem hafa greitt á bilinu kr. 10.000-20.000 samtals í félagsgjöld
síðastliðna 12 mánuði. Til að fá fullan styrk skulu félagsgjöldin vera kr. 20.000 samtals.

1.2 Umsækjandi þarf að vera í föstu starfi og launagreiðandi staðið full skil af
félagsgjöldum til STH þegar hann sækir um og notar styrkinn

1.3 Þeir félagsmenn STH sem láta af störfum sökum aldurs eða heilsubrests njóta fullra
réttinda í 12 mánuði frá lokum greiðslna atvinnurekanda í Starfsmenntasjóðinn.

1.4 Þeir atvinnuleitendur sem halda áfram að borga félagsgjald í STH njóta fullra réttinda
í 12 mánuði frá lokum greiðslna atvinnurekanda í Starfsmenntasjóðinn.

2.1 Eftir 12 mánuði í starfi geta bæjarstarfsmenn sem greitt hefur verið af sótt um
starfsmenntastyrk að upphæð kr. 30.000. Hámarksstyrkur er kr. 90.000 eftir þriggja ára
tímabil fyrir bæjarstarfsmenn fyrir fulla ávinnslu réttinda.

Eftir 12 mánuði í starfi geta ríkisstarfsmenn sem greitt hefur verið af sótt um
starfsmenntastyrk að upphæð kr. kr. 20.000 að hámarki kr. 60.000 á þriggja ára tímabili fyrir
fulla ávinnslu réttinda.

Eftir 12 mánuði í starfi geta bæjarstarfsmenn sem greitt hefur verið af í Visindasjóð sótt um
starfsmenntastyrk að upphæð kr. 90.000 eða að hámarki kr. 270.000 á þriggja ára tímabili
fyrir fulla ávinnslu réttinda.

2.2 Nýti félagsmaður rétt sinn til fulls í Starfsmenntasjóði (sbr. grein 2.1) þá öðlast hann
umsóknarrétt að nýju, 12 mánuðum síðar og getur þá sótt um lágmarksupphæð kr. 30.000
eða hámarksupphæð kr. 90.000 að þremur árum liðnum. Sömu reglur gilda um umsóknarrétt
fyrir ríkisstarfsmenn og Vísindasjóð út frá þeim upphæðum sem þar gilda um lágmarks og
hámarksupphæðir

3.1 Kostnaður umsækjenda við nám, námskeið, námsstefnur, ráðstefnur og sambærilega
þekkingaröflun sem tengja má starfi og flokka sem starfs- eða símenntun er styrkhæft.

3.2 Frá 1.nóvember er hægt að sækja um styrk vegna náms eða námskeiða sem ekki
tengist starfi félagsmanna og fer sú úthlutun fram í desember ár hvert ef afgangur er í sjóðnum.

4.1 Umsóknum skal skilað á skrifstofu STH á umsóknareyðublöðum Starfsmenntasjóðs.
Hægt er að sækja umsóknareyðublað til útprentunar á www.sthafn.is eða á skrifstofu STH.
Umsóknir eru ekki gildar nema að þær séu rétt út fylltar og þeim fylgi viðeigandi fylgigögn.

4.2 Rangar eða illa útfylltar umsóknir geta tafið afgreiðslu styrkbeiðna. Umsóknir verða
að berast á skrifstofu STH fyrir 10. dags úthlutunarmánaðar.

5.1 Úthlutun styrkja fer fram fjórum sinnum ár hvert; í febrúar, maí, október og
desember.

5.2 Greiðslur úr sjóðnum fara einungis fram gegn afhendingu frumrits reiknings.
Reikningur skal vera númeraður, með nafni og kennitölu, skilgreindum námstíma og
greinilega merktum greiðslukvittunum.

5.3 Greiðslur úr Starfsmenntasjóði STH fara að jafnaði fram innan 14 daga frá samþykkt
stjórnar sjóðsins.

5.4 Í byrjun hvers árs eru sendar rafrænar upplýsingar til skattyfirvalda þar sem gerð er
grein fyrir styrkþegum og styrkupphæðum síðastliðins árs. Skattayfirvöld setja styrkinn
sjálfskrafa inn á skattframtalseyðublaðið.

Reglur þessar voru samþykktar á stjórnarfundi 15. desember 2015. Stjórn sjóðsins áskilur sér
rétt til breytinga án fyrirvara.

Reglur þessar taka gildi 1. janúar 2016.